Wednesday, September 8, 2010

Ekki á morgun heldur hinn



JÁ á föstudagsmorgun mun ég vera á leið minni til Þýskalands í 10 mánaða ferð.
Sem sagt ég mun dvelja í smáþorpi í suður-Þýskalandi sem kallast Blindheim.
rauði bletturinn

Nýja 'fjölskyldan' mín saman stendur af mömmu Regina Konle ('77) og pabba Johannes Konle('74) og síðan ársgamalli stelpu, Veronika. Það eru tveir hundar á heimilinu Akito sem er Husky og Ajumi sem er Akita Inu. Síðan er köttur sem kallast Frekya og hundarnir éta víst köttinn. En já Regina er ólétt og mun eignast annað barn í janúar-febrúar



Ég mun fara í skólann St. Bonaventura Gymnasium og er hann í bænum Dillingen. Ég verð í 11. bekk og með krökkum sem eru árinu yngri en ég, eða ég held það allavegana. Og jú þetta er kaþólskur skóli og nei ég held að ég verði ekki í skólabúning.

En ég er alveg ósköp róleg yfir þessu öllu, það kemur svona smá kvíði og spenningur inn á milli, en ég held að ég kvíði mest fyrir því að þurfa að segja bless við alla.

Ég ákvað bara í febrúar að sækja um að fara sem skiptinemi eftir að hafa haft þessa flugu í hausnum í þó nokkurn tíma, en ég held að þetta skólavesen í fyrra vor/sumar/haust hafi átt stórann þátt í þessu öllu. En já ég var kannski svona 3 vikur að sækja um allt, endalausir pappírar og alls kyns vesen. En síðan kannski svona í mesta lagi tveim vikum seinna fékk ég bréf frá AFS um að ég væri á leið til Þýskalands núna í september og það var mikið gleðiefni/bréf.... síðan í apríl fékk ég fósturfjölskyldu og hef verið í smá e-mail sambandi við þau.

Eeeeeeeeeeeeeeeen semsagt á föstudagsmorgun kl. 7 byrjar þetta allt þegar ég fer í loftið klukkan 7 til Kaupmannahafnar og síðan til Frankfurt. Þar mun ég gista eina nótt og síðan fer ég með lest til Augsburg (sem er næsti stóri bær við Blindheim(og þar eru 3 eða 4 h&m búðir)) og hitti nýju 'fjölskylduna' mína og fer síðan beint í brúðkaup hjá systur Reginu.

En ég blogga næst þegar ég verð komin til Þýskalands þannig

Auf wiedersehen/hören/lesen eða eitthvað

Steinunn :-)

P.S. Ég ætla að reyna blogga 2-3 sinnum yfir mánuðinn en ég lofa engu!!

1 comment:

  1. Flott framtak hjá þér. Þú bókstaflega verður að hugsa til gömlu móðu og blogga reglulega. Þú mátt ekki gleyma öllu því sem við vorum búnar að semja um t.d alls ekki fá þér tattó oga að allir sem vilja kynnast þér þurfa að standast skilyrðin sem ég var búin að setja upp þú manst eyðublað nr. 7....... Lovjú / S

    ReplyDelete